Nýtt heimili býður til leigu bjart skrifstofuhúsnæði á þriðju hæð í góðu húsi við Hlíðasmára 10 í Kópavogi. Húsnæðið er laust 1. september.
Um er að ræða hálfa hæð sunnanvert í húsinu sem skiptist í tvær til þrjár lokaðar skrifstofur, fundarherbergi, prentherbergi, eldhús, salerni og opið vinnurými. Gott útsýni yfir borgina úr öllum vinnurýmum, dúkur á gólfum, snyrtileg sameign og góð aðkoma að húsi.
Skrifstofan er skráð 213,2 fm, en með millilofti og sameign samtals 256,0fm. Góð staðsetning miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.
Allar nánari upplýsingar veitir Reynir Erlingsson löggiltur fasteignasali í síma 414-6600 / 820-2145 /
reynir@nyttheimili.is