Gjaldskrá

Gjaldskrá - Gildir frá 1. júlí 2024

1.0. Almennt um Þóknun.

1.1. Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um þjónustu og gildir nema að um annað hafi verið samið.

1.2. Þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar með virðisaukaskatti nema annað sé tekið fram.

2.0. Kaup og sala.

2.1. Sala fasteigna og skipa.

2.1.1. Sala fasteigna og skráðra skipa í einkasölu 1,95 % af söluverði auk virðisauka.

2.1.2. Sala fasteigna og skráðra skipa í sérhæfðri einkasölu 2,2 % af söluverði auk virðisauka.

2.1.3. Sala fasteigna og skráðra skipa í almennri sölu 2,7 % af söluverði auk virðisauka.

2.1.4. Aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup fasteigna og skráðra skipa 1,0% af söluverði, þó aldrei lægri en kr. 372.000,-

2.1.5. Sala félaga og atvinnufyrirtækja 5% af heildarsölu, þ.m.t. birgðir auk virðisaukaskatts.

2.1.6. Sala bifreiða sem settar eru upp í kaupverð fasteigna 3 % af söluverði auk virðisauka, en þó aldrei lægri en kr. 248.000,-

2.1.7. Endursala eignar sem áður hefur verið seld í makaskiptum 1,5 % af söluverði auk virðisaukaskatts. Miðast við einkasölu.

2.1.8. Sala sumarhúsa 3,0 % af söluverði auk virðisaukaskatts, en þó aldrei lægra en kr. 496.000,-.

2.2. Makaskipti

2.2.1. Við makaskipti er þóknun samkv. einkasölu sbr. framangreint.

2.2.2. Hafi eign sem boðin er í makaskiptum verið í einkasölu hjá öðrum fasteignasala er seljandi ekki undanþeginn uppgjöri við þann fasteignasala samkvæmt sölusamningi.

2.3. Lágmarkssöluþóknun er kr. 434.000,-

3.0. Þóknun fyrir Leigumiðlun.

3.1. Íbúðarhúsnæði

3.1.1. Þóknun fyrir auglýsingu á vefnum. Kr.: 24.800,-

3.1.2. Þóknun fyrir gerð leigusamnings er kr. 74.400,-

3.1.3. Þóknun fyrir endurnýjun leigusamnings er kr. 49.600,-

3.1.4. Þóknun fyrir að annast milligöngu um og gerð leigusamnings ásamt áreiðanleikakönnun, samsvarar 50% af mánaðar leigu hins leigða auk virðisaukaskatts. Lágmarksþóknun kr.: 124.000,- Nýtt Heimili auglýsir og kynnir, leigusali sýnir.

3.1.5. Þóknun fulla þjónustu við milligöngu um og gerð leigusamnings ásamt áreiðanleikakönnun samsvarar 75% af mánaðar leigu hins leigða auk virðisaukaskatts. Lágmark kr: 248.000,- Nýtt Heimili auglýsir, kynnir, tekur ljósmyndir, sýnir, gerir áreiðanleikakönnun, gagnaöflun og leigusamning.

3.1.6. Fyrir almenna ráðgjöf, bréfaskriftir og eftirfylgni, t.d. vegna vanefnda, greiðist samkvæmt tímagjaldi lögfræðings.

3.1.7. Innheimta húsaleigu, 3% af leigufjárhæð + vsk.

3.2. Atvinnuhúsnæði

3.2.1. Þóknun fyrir gerð leigusamnings um atvinnuhúsnæði samsvarar eins mánaðarleigu hins leigða auk virðisaukaskatts.

3.2.2. Þóknun fyrir leigusamning, sem gerður er til þriggja til fimm ára samsvarar eins og hálfs mánaðar leigu auk virðisaukaskatts.

3.2.3. Þóknun fyrir leigusamning, sem gerður er til meira en fimm ára samsvarar tveggja mánaðar leigu auk virðisaukaskatts.

3.2.4. Innheimta húsaleigu, 3% af leigufjárhæð + vsk.

4.0. Skoðun og verðmat fasteignar.

4.1. Skriflegt verðmat á íbúðarhúsnæði er samkvæmt tímagjaldi. Lágmark kr. 31.000.-

4.2. Skriflegt verðmat á atvinnuhúsnæði er samkvæmt tímagjaldi. Lágmark kr. 62.000.-

5.0. Ýmis skjalagerð og ráðgjöf.

5.1. Þóknun fyrir skjalagerð og ráðgjöf er samkvæmt tímagjaldi, nema um annað sé samið.

6.0. Ýmis ákvæði.

6.1. Kaupendaþóknun(umsýslugjald) íbúðarhúsnæði. Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 80,600,- fyrir þjónustu fasteignasölunnar vegna lögboðinnar hagsmunagæslu.

6.2. Kaupendaþóknun(umsýslugjald) atvinnuhúsnæði. Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 248,000,- fyrir þjónustu fasteignasölunnar vegna lögboðinnar hagsmunagæslu.

6.3. Kaupandi rekstrar greiðir fast gjald kr. 186.000,- vegna umsýslu og skjalagerðar.

6.4. Seljandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 74.400,- vegna öflunar gagna um eignir, svo sem myndatöku, augl. á samfélagsmiðlum, veðbókarvottorða, ljósrit teikninga og ýmissa skjala.

6.5. Leigutaki sem kemur í leigusamning um íbúðarhúsnæði hjá Nýju Heimili greiðir umsýslugjald kr. 24.800,- Ef um endurnýjun er að ræða er gjaldið kr. 12.400,-

6.6 Leigutaki sem kemur í leigusamning um atvinnuhúsnæði hjá Nýju Heimili greiðir umsýslugjald kr. 148.800,- Ef um endurnýjun er að ræða er gjaldið kr. 74.400,-

6.7. Kostnað við gerð og birtingu auglýsinga greiðist samkvæmt samkomulagi.

7.0. Tímagjald.

7.1. Almennt tímagjald er kr. 18.600,-

7.2. Tímagjald löggilts fasteigna- og skipasala er kr. 24.800,-

7.3. Tímagjald lögfræðings er kr. 27.280,-