Gyða Gerðarsdóttir
Löggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali

Gyða Gerðarsdóttir, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- skipasali og lögg. leigumiðlari. Gyða hefur starfað í yfir 18 ár við fasteignasölu og hefur víðtæka reynslu af fasteignaviðskiptum og leigumiðlun. Gyða var áður framkvæmdastjóri Eiðfaxa útgáfufélags frá 1988-2003 sem meðal annars gaf út tímaritið Eiðfaxa á íslensku, ensku og þýsku auk bóka og myndbanda um íslenska hestinn. Auk þess hefur Gyða starfað við allt mögulegt í gegnum tíðina allt frá fiskvinnslu, ísbúð og pizzugerð. Gyða er vestfirðingur í báðar ættir, fædd í Súðavík en ólst upp í Hafnarfirði frá fjögurra ára aldri.